Stærsta humar landsins: Humar við Hafið listaverk

Return to all
Humar við Hafið - Hafið Bláa veitingahús

Á Þjóðhátíðardag íslendinga þann 17. júní var afhúpað listaverk við Hafið Bláa. Það heitir Humar við Hafið og það er 6 metra langur humar.

Listamaðurinn er Kjartan B. Sigurðsson frá Þorlákshöfn. Listaverkið er rísastór eft­ir­lík­ing af humri. Veiðar og vinnsla á hon­um skiptu löng­um miklu fyr­ir nágrannaþorpunum Þor­láks­höfn og Eyr­ar­bakka. Hannes Sigurðsson og Þórhildur Ólafsdóttir í Hafnarnes VER voru búin að ganga með þá hugmynd í mörg ár að láta reisa stóran humar við Hafið Bláa og loksins varð þetta að veruleika.

Börn finnst sérstaklega gaman að skoða eða sitja á bakið. Að sjálfsögðu er einnig hægt að borða humar inn í veitingahúsinu. Við bjóðum upp á ljúffengan humar, humarsúpu og humarsalat, fisk og fleira. Auk þess er gott að fá sér kaffibolla og köku og sitja á pallinum á bak við húsið og horfa á öldurnar.

Panta borð

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *