Fermingaveislur

við hafið

Fermingaveislur við hafið

Ertu að leita að sal fyrir fermingaveislu á suðurlandi?

fermingaveislur eru okkur sérstaklega hugleikin á Hafinu Bláa. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að gera daginn ánægjulegann og einstakann.

Hafið Bláa er fallegur veitingastaður við ströndina aðeins 45 mínutur frá Reykjavík eða 15 mínutur frá Selfossi. Við bjóðum upp á sal fyrir fermingaveislur fyrir allt að 100 manns í sitjandi máltíð. Nátturan í kringum Hafið Bláa er einstaklega fallegt og hentar sérstaklega vel fyrir myndatöku.

Senda fyrirspurn

Staðsetning

Hafið Bláa er á suðurströndinni aðeins 45 mínutur frá Reykjavík, 15 mínutur frá Selfossi, 10 mínutur frá Þorlákshöfn eða 5 mínutur frá Eyrarbakka.

Hafið Bláa restaurant on the beach

salur fyrir fermingaveislu

Salurinn er bjartur og fallegur með frábæru útsýni. Hann rúmar allt að 100 manns í sitjandi veislu, 90 manns með hlaðborði eða um 200 í standandi veislu. Það er pallur fyrir utan og aðgangur niður á ströndina.

 

VeisluMatur

Matur:

Matur er keypt af Hafinu Bláa og er verðið samkvæmt matseðli eða eftir samkomulagi. Við getum boðið upp á standandi veislu, hlaðborð eða kökuveislu. Endilega látið okkur vita af öllum séróskum og við reynum af fremsta megni að gera alla ánægða.

fá hugmyndir

 

 

Skreytingar

Flestir koma kvöldið áður til að skreyta salinn. Við erum með skrautmunir eins og blómavasa, kertastjaka, og haldara fyrir borð númer.

fermingaveisla

Veislumatur

Veislumatur

Dæmi um matseðla fyrir fermingaveislur

Vinsamlegast staðfestið matseðilinn og gestafjölda með minnst 7 daga fyrirvara og látið okkur vita um fæðuóþol eða sérþarfir með 24 klukkutíma fyrirvara.

Drykkir

Kaffi, te og gos eru innifalin.

Börn

Það er 1/2 gjald fyrir börn 6-12 ára og ókeypis fyrir yngstu börnin.

Sitjandi máltíð

Að sjálfsögðu er einnig hægt að fá sitjandi máltíð. Dæmi um veislumáltíðir fæst í hópamatseðlinum.

Sjá hópamatseðil

Sérhönnuð tilboð

Það er að sjálfsögðu hægt að skipta út eða bæta við til að sérsniða matseðilinn að vild. Það t.d. hægt að bæta við pinnamat eða pastarétt á hlaðborðið eða að fá humarsúpu í forrétt. 

Hafa samband og fá tilboð

 

Smáréttir

Við getum boðið upp á ýmsar tegundir af snittum, pinnamat, tapas eða smáréttum.

Reiknast má með 4-6 bita á manna fyrir móttöku ef borðað verður fullt máltíð á eftir eða 10-14 bita fyrir fullt máltíð. Það má velja eins margir tegundir og þið viljið.

Dæmi

 • Snittur með
  • Reyktu laxi og hvítlaukssósu
  • Roast beef og remúlaði
  • Rækjusalati
  • Lamb og sultuðum lauk
  • Tómötum, mosarella og basiliku
 • Á spjóti
  • Kjúklingabringa með sataysósu
  • Lambalæri með hvítlaukssósu
  • Nautafille með bernaise-sósu
  • Rækjur með sætri chilisósu
  • Kirsuberjatómatar og mosarella-kúlur
 • Fingramatur
  • Flatkökur með hangikjöti
  • Vefjur með rjómaosti og rúkóla
  • Mini hamborgarar
  • Beikonvafðar döðlur
  • Kleinur
 • Sætar bitar
  • Ostakaka
  • Bláberjaskyrkaka
  • Frönsk súkkulaðikaka
  • Hjónabandssæla
  • Súkkulaðihjúpaðar jarðarber
 • verð ca 500-600 kr per bita, hafðu samband til að fá tilboð

KaffiHlaðborð er alltaf vinsæll kostur fyrir fermingaveislu

Kaffihlaðborð 1

 • Kaffi, te og gos
 • Kleinur
 • Flatkökur með hangikjöti
 • Skyrkaka eða súkkulaðikaka
 • Heitur brauðréttur með skinku, aspas og sveppi
 • verð 2.490 kr á mann

Kaffihlaðborð 2

 • Kaffi, te og gos
 • Kleinur
 • Flatkökur með hangikjöti
 • Heitur brauðréttur með skinku, aspas og sveppi
 • Marengsterta
 • Eplakaka eða súkkulaðikaka
 • verð 2.990 kr á mann

Kaffihlaðborð 3

 • Kaffi, te og gos
 • Kleinur
 • Flatkökur með hangikjöti
 • Heitur brauðréttur með skinku, aspas og sveppi
 • Brauðterta með rækjum
 • Marengsterta
 • Súkkulaðikaka
 • Pönnukökur
 • Eplakaka
 • verð 3.790 kr á mann

Sérhönnuð tilboð

Það er að sjálfsögðu hægt að skipta út eða bæta við t.d. pinnamat og/eða súpu. 

Hafa samband og fá tilboð

 

Hægt er að koma með eigin tertu, t.d. fermingartertu eða kransaköku til að bæta við á veisluborðið.

Útgáfudagur 8 september 2020.

 

Senda fyrirspurn

Senda fyrirspurn

Fá tilboð í fermingaveisluna þína

Hafðu samband til að fá upplýsingar um fermingaveislur á Hafinu Bláa.

Við sendum ykkur dæmi um matseðil en að sjálfsögðu er hægt að sérsníða allt. Ef það er möguleiki, við mælum með að koma í heimsókn til að skoða salinn og spjalla um hugmyndir ykkar. Láttu okkur vita ef þú hefur áhuga fyrir því og við finnum tíma sem hentar.

483-1000
hafidblaa @ hafidblaa.is