draumabrúðkaupsveislur

við hafið

Brúðkaupsveislur við Hafið

Ertu að leita að sal fyrir brúðkaupsveisluna þína?

Brúðkaupveislur eru okkur sérstaklega hugleikin á Hafinu Bláa. Við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að gera daginn ánægjulegann og einstakann.

Hafið Bláa er fallegur staður við stöndina aðeins 45 mínutur frá Reykjavík eða 15 mínutur frá Selfossi. Við bjóðum upp á brúðkaupsveislur fyrir allt að 100 manns í sitjandi máltíð. Nátturan í kringum Hafið Bláa er einstaklega fallegt og hentar sérstaklega vel fyrir myndatöku.

Senda fyrirspurn

Veislusalur

Salurinn er bjartur og fallegur með frábæru útsýni. Hann rúmar allt að 100 manns í sitjandi veislu, 90 manns með hlaðborði eða um 200 í standandi veislu. Með færri gesti er einnig hægt að útbúa pláss fyrir standandi móttöku fyrir veislumatinn og dansgólf til að skemmta ykkur fram á nótt. Það er pallur fyrir utan og aðgangur niður á ströndina. Sé þess óskað er einnig hægt að vera með varðeld, kyndlar eða veislutjald í ströndinni.

 

Athöfnin

Í nágrenni er að finna nokkra huggulegar kirkjur, t.d. Eyrarbakka-, Gaulverjabæjar- eða Strandarkirkja.

Einnig er möguleiki á annars konar athöfn, þá úti í ströndinni eða annarsstaður, t.d. Kerið, Þingvellir eða Seljalandsfoss með tilliti til veðurs.

wedding ceremony at Eyrarbakki church - brúðkaup í Eyrarbakkakirkju
Brúðkaupsathöfn í Eyrarbakkakirkju, aðeins 5 mínutur frá Hafinu Bláa

Veislumatur og drykkir

Móttakan:

Móttakan er sniðin að óskum hvers og eins, hvort sem um ræðir kampavín, freyðivín eða aðra drykki, en einnig er hægt að panta forrétti eða snittur.

kampavín - champagne
Kampavín í móttöku á Hafinu Bláa

Matur og vín:

Matur og vín eru keypt af Hafinu Bláa og er verðið samkvæmt matseðli eða eftir samkomulagi. Við getum boðið upp á sitjandi 2ja-5 rétta máltíð, standandi veislu eða hlaðborð. Það sem okkar markmið er að uppfylla óskir gestanna, þá reynum við eftir fremsta megni að aðlaga mat og vín að smekk hvers og eins. Endilega látið okkur vita af öllum séróskum og við reynum af fremsta megni að gera alla ánægða.

Skoða hópamatseðil til að fá hugmyndir

 

Skreytingar

Skreytingar fara eftir óskum hvers og eins. Flestir koma kvöldið áður til að skreyta salinn en ef þess er óskað þá er salurinn, móttakan eða önnur svæði skreytt eftir óskum brúðhjónanna. Við erum með skrautmunir eins og blómavasa, kertastjaka, og haldara fyrir borð númer.

Annað

Ljósmyndara, tónlistarmenn, hárgreiðslumeistara og blómaskreyti getum við aðstoðað með að bóka ef þess er óskað.

Senda fyrirspurn

Senda fyrirspurn

Fá tilboð í draumabrúðkaupsveisluna þína

Hafðu samband til að fá upplýsingar um brúðkaupsveislur á Hafinu Bláa.

Við sendum ykkur dæmi um pakka en að sjálfsögðu er hægt að sérsníða allt. Ef það er möguleiki, við mælum með að koma í heimsókn til að skoða salinn og spjalla um hugmyndir ykkar. Láttu okkur vita ef þú hefur áhuga fyrir því og við finnum tíma sem hentar.

483-1000
hafidblaa @ hafidblaa.is